Fjölmenni var á borgarafundi FSA í kvöld þar sem leitað var eftir hugmyndum bæjarbúa um starfsemi spítalans. Þorvaldur Ingvarsson
forstjóri FSA ávarpaði fundinn í byrjun en Guðfinna Bjarnadóttir ráðgjafi, sem er FSA til aðstoar í stefnumótunarvinnu stofnunarinnar,
skipulagði síðan hópstarf þar sem borgarar ræddu í smærri hópum um hugmyndir sínar.
Hugmyndum var síðan safnað saman frá hópunum/borðum og þær ræddar og skráðar niður. Skýrsla
Ríkisendurskoðunar sem birt var í dag var lítið sem ekkert rædd, en Þorvadur Ingvarsson forstjóri sagði Vikudegi það algera tilviljun
að almennur borgarafundur hafi verið kallaður saman sama dag og gagnrýnin skýrsla Ríkisendurskoðunar kom út.