Manya Makoski fer vel af stað með Þór/KA en þessi bandaríska knattspyrnukona skoraði þrennu er Þór/KA vann öruggan 4:0 sigur gegn Stjörnunni í Boganum í gær í A-deild Lengjubikars kvenna. Einnig skoraði Katla Óska Káradóttir fyrir heimamenn í gær.
Staða efstu liðanna er jöfn í deildinni en Valur og Breiðablik eru á toppnum með sex stig, Þór/KA og Fylkir hafa fjögur stig og KR þrjú stig. Fjögur efstu liðin komast upp úr riðlinum.