Mannlaus jeppi rann af stað

Mannlaus jeppi, sem ekki var í gangi, rann allt í einu af stað, tók stefnuna þvert yfir götuna, þar yfir gangstétt og steyptist svo niður snarbratta hlíð sunnan og ofan við Akureyrarkirkju á tíunda tímanum í gærkvöld.  

Þar lenti hann inni í hávöxnu skógarrjóðri og klemmdist að lokum fastur á milli stórra trjáa. Öðrum kosti hefði hann hafnað á íbúðarhúsum fyrir neðan með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bíllinn er mikið skemmdur, meðal annars á þakinu, eftir trjágreinar. Ekki er vitað af hverju bíllinn rann af stað. Þetta kemur fram á visir.is.

Nýjast