Málþing um tómstundir og íþróttir barna eftir skóla

SAMTAKA, svæðisráð foreldra grunnskólabarna á Akureyri, stendur fyrir málþingi miðvikudaginn 23. mars kl. 20:00 í sal Brekkuskóla. Umræðuefnið er börnin okkar og þeirra tómstundir/íþróttir eftir að skóla líkur.  

Framsögumenn verða: Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri fræðslusviðs íþrótta- ogólympíusambands Íslands,  Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari og Kristinn H. Svanbergsson, íþróttafulltrúi frá íþróttadeild Akureyrar.

Eftir hlé munu framsögumenn, ásamt fleiri góðum gestum, setjast að pallborði og taka þátt í umræðum með foreldrum. Markmiðið er að fá fram sýn foreldra og annarra fundargesta, á hvernig þeir sjá fyrir sér vinnudag barna bæjarins. Hvað viljum við sem foreldrar?

Hvernig eru íþróttahúsin nýtt strax að skóla loknum? Er hægt að nýta tímann betur strax eftir skóla, sem annars fer í gæslu? Fá öll börn jafnan aðgang að öllum íþróttagreinum? Kaffi og veitingar verða í boði foreldrafélaga grunnskólanna. Fólk er hvatt til að fjölmenna á málþingið, segja frá skoðun sinni á þessu málefni og heyra skoðanir annarra.

Nýjast