Sigríður Á. Snævarr, sendiherra, mun m.a. fjalla um hvað leiðtogar samtímans geti lært af Jóni og Þorsteinn Pálsson fv. ráðherra, mun fjalla um nútímann í ljósi baráttu Jóns fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi. Þá mun Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, fjalla um Jón og liberalismann og Guðfinna Hreiðarsdóttir, fjalla um áhrif Jóns á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, setur málþingið en Sólveig Pétursdóttir, formaður 200 ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar flytur lokaorð. Málþingið er öllum opið - skráning á vef Samtaka atvinnulífsins - http://www.sa.is/