18. janúar, 2011 - 18:45
Fréttir
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór frá Reykjavík um klukkan fimm í dag til að sækja vélsleðamann sem slasaðist á Glerárdal
ofan Akureyrar. Beiðni um aðstoð barst Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri um kl. 15:30. Maðurinn, sem var á ferð með hópi
vélsleðamanna, ók fram af snjóhengju og mun hafa slasast við fallið.