Lyftistöng fyrir hitaveitu að nýta glatvarma

Unnið var við það í vikunni að leggja lagnir undir Þjóðveg 1 á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbra…
Unnið var við það í vikunni að leggja lagnir undir Þjóðveg 1 á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar. Myndir á facebooksiðu Noðurorku

Unnið var við það í vikunni að leggja lagnir undir Þjóðveg 1 á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar. Verkefnið er unnið á vegum Norðurorku og snýst um að nýta glatvarma frá aflþynnuverksmiðjunni TDK í Krossanesi til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. „Samstarfið við TDK er mikilvægur þáttur í öflun á heitu vatni og ef vel tekst til með nýtingu á glatvarma frá verksmiðjunni verður það mikil lyftistöng í rekstri hitaveitunnar,“ segir á facebook síðu Norðurorku.

Gert er ráð fyrir að glatvarminn skili um 10 MW inn í hitaveitukerfi Norðurorku og vonast til að hægt verði að nýta hann í næsta mánuði. Varminn er innan bæjarmarka og tiltölulega stutt og ódýrt að sækja hann.


Athugasemdir

Nýjast