"Verið er að vinna úr þeim upplýsingum sem fengust úr borununum og er lítið hægt að segja um árangurinn áður en
það verk er komið lengra en jarðfræðin virðist nokkuð flókin. Það var svo sem vitað fyrir, og þess vegna var farið í
þessar viðbótar rannsóknir til að reyna að fá gleggri mynd af jarðfræðilegum aðstæðum," segir Hreinn.
Eins og fram hefur komið stendur til að stofna hlutafélag um framkvæmdirnar með aðkomu Greiðar leiðar ehf og Vegagerðinnar. "Ennþá standa yfir
viðræður um fjármögnun, þ.e. um lánsfé frá lífeyrissjóðum, og hlutafélagið verður ekki formlega sett á
laggirnar fyrr en sér fyrir endann á þeim," segir Hreinn.