Varðandi eldsvoða að Eiðsvallagötu 5 á Akureyri að morgni 2. janúar s.l. óskar lögreglan á Akureyri eftir því að
ná tali af ungum manni er var á vettvangi þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn laust fyrir klukkan 07:30. Sá aðili var
dökkhærður og grannur, klæddur í gallabuxur og svarta peysu með rauðum merkingum.
Einnig óskar lögreglan eftir því að ef einhver varð var við mannaferðir í og við Eiðsvallagötu 5 þarna um morguninn
þá hafi sá hinn sami samband við lögregluna á Akureyri í síma 464 7705.