Litaþema í klæðaburði á þorra- blótinu í Eyjafjarðarsveit

Jólin verða kvödd að venju á þrettándanum, þann 6. janúar og jólasveinarnir halda til fjalla á ný. Þá tekur við næsta veislutímabil, þorrinn, og eru þorrablótsnefndir komnnar í fullan gang við undirbúning. Í Eyjafjarðarsveit verður þorrablótið haldið þann 29. janúar nk. og að þessu verður það með litaþema í klæðaburði.

Þá kemur í ljós hvort allir þekki sína gömlu hreppi, sem sameinast hafa í sveitarfélaginu en litaskiptingin er miðuð við þá. Fram kemur á vef Eyjafjarðarsveitar að þorrablótsnefndin hafi valið litina á mjög lýðræðislegan hátt og féllu þeir þannig: Öngulsstaðahreppur: Grænn,
Hrafnagilshreppur: Rauður og Saurbæjarhreppur: Blár. Fólk er jafnframt hvatt til að fara í fataskápinn og koma í réttum lit á þorrablótið.

Nýjast