Erika hafði starfað á Listasafninu á Akureyri, hannað bækur og blöð fyrir safnið og frætt gesti safnsins um sýningar og listamenn sem sýndu í safninu. Paul vann á sambýli þar sem hann hlúði að og aðstoðaði íbúana. Börnin Sunna og Steini voru í Brekkuskóla en Leon í leikskóla. Í jarðskjálftunum sem riðu yfir Christchurch misstu þau bæði húsnæði og atvinnu, skóli barnanna jafnaðist við jörðu og fjölskyldan er nú á faraldsfæti. Vinir og vandmenn Eriku, Pauls, Steina, Sunnu og Leons efna því til listmunauppboðs og vöfflukaffis í Ketilhúsinu þeim til stuðnings. Húsið verður opnað klukkan 14.00. Um kvöldið verður svo einnig í Ketilhúsinu skrallball í anda Eriku og Pauls og hefst það klukkan 21.00. Sýnum þeim samhug í verki og mætum á listmunauppboðið og vöfflukaffið og skrallball um kvöldið, segir á vef Akureyrarbæjar