List án landamæra.

Leikhópurinn Hugsanablaðran sýnir leikritið Sæluvík eftir Sögu Jónsdóttur í Síðuskóla á Akureyri  laugardaginn 27. apríl kl. 13.00

Leikritið var samið sérstaklega fyrir þennan leikhóp sem hefur verið að læra leiklist undanfarin ár. Leikritið gerist í litlu þorpi út á landi og þar býr fólk saman í sátt og samlyndi, allir hafa ákveðin verk að vinna. En nú eiga þau  von á manni sem þau hafa ekki séð í mörg ár! Þetta er fjórða verkefnið sem Saga setur upp með þessum leikhópi. Anna Richards sér um danshreyfingar.

Leiksýningin er hluti af opnunarhátið List án landamæra.

Nýjast