Tilgangurinn er annars vegar að safna kyngreindum upplýsingum og hins vegar að móta fyrirmynd að kynjuðum úttektum sem stefnt er að gera hjá þeim félagasamtökum sem njóta styrkja frá Akureyrarbæ. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti listann og óskar eftir því við íþróttaráð að það fjalli einnig um hann. Ráðið telur mikilvægt að boðið verði upp á fleiri námskeið um kynjasamþættingu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa bæjarins og hvetur karlmenn sérstaklega til þátttöku.