Í tilefni þessa merka áfanga verður efnt til afmælisfagnaðar á afmælisdaginn. Dagskráin hefst kl. 9.10 í fyrramálið með fánahyllingu og söng. Í kjölfarið munu elstu börnin gróðursetja berjarunna sem foreldrafélagið gefur skólanum í afmælisgjöf. Formleg dagskrá hefst svo kl. 10.30, þar sem boðið verður upp á söng og tónlistarflutning, ávörp verða flutt og þar verður einnig grillveisla. Milli kl. 15 og 17 verður svo opið hús fyrir bæjarbúa, myndasýning verður úr starfinu og Magni Ásgeirsson mun stjórna brekkusöng kl. 15.30.
Þá hefur verið settt upp sýning á Amtsbókasafninu, þar sem má skoða söguna í máli og myndum og stendur hún til 30. júní.