Leiklistarhátíðin Þjóðleikur haldin á Norðurlandi í fyrsta sinn

Fyrstu helgina í apríl nk. verður leiklistarhátíðin Þjóðleikur haldin í fyrsta sinn á Norðurlandi. Listagilið á Akureyri varð fyrir valinu sem frábær staðsetning til að leiða saman ungt fólk í sviðslistum og almenning á Norðurlandi. Í Listagilinu munu Norðlendingar og gestir þeirra eiga vona á sannkölluðu veisluhlaðborði sviðslista þar sem 11 leikhópar ungmenna af öllu Norðurlandi stíga á stokk með þrjú ný leikverk.  

Leikverkin eru eftir upprennandi íslensk leikskáld, þau Jón Atla Jónasson,  Kristínu Ómarsdóttur, Brynhildi Guðjónsdóttir og Ólaf Egil Egilsson en þau síðastnefndu skrifuðu eitt verk í sameiningu. Hátíðin verður fyrstu helgina í apríl, frá föstudeginum 1. til sunnudagsins 3. apríl. Þjóðleikur á Norðurlandi er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og fjölda aðila á Norðurlandi með stuðningi sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Þáttakendur eru á aldrinum 13-20 ára og koma frá Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Húsavík, Öxarfirði og Langanesbyggð.

Nýjast