Leikverkin eru eftir upprennandi íslensk leikskáld, þau Jón Atla Jónasson, Kristínu Ómarsdóttur, Brynhildi Guðjónsdóttir og Ólaf Egil Egilsson en þau síðastnefndu skrifuðu eitt verk í sameiningu. Hátíðin verður fyrstu helgina í apríl, frá föstudeginum 1. til sunnudagsins 3. apríl. Þjóðleikur á Norðurlandi er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og fjölda aðila á Norðurlandi með stuðningi sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Þáttakendur eru á aldrinum 13-20 ára og koma frá Blönduósi, Skagaströnd, Sauðárkróki, Fjallabyggð, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Húsavík, Öxarfirði og Langanesbyggð.