Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir söngleik

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri frumsýnir á morgun, föstudaginn 1. apríl, söngleikinn Drama Lama - Dalai Lama, sem er frumsamið verk. Um er að ræða bráðskemmtilegan og hnyttin söngleik með lifandi rokktónlist og brjáluðu stuði. Sýningar fara fram í Rýminu.  

Um verkið segir m.a: Í súrealískum heimi þar sem útlit skiptir öllu máli, fullorðnir vilja bara halda sig í meðalmennskunni og besta vinkona hans er snarklikkaður mannréttindasinni þarf Daníel að taka mikilvægustu ákvörðun lífs síns: Hvað ætlar drengurinn að verða?

Nýjast