Þau þrjú hafa áður unnið saman, Edda og Jóhann hafa áður leikið hjá LA, hún í Herra Kolbert og hann í 39 þrepum og þá eru þau tvö að starfa saman í spurningaþættinum HA? á Skjá einum. Verkið er bandarískur farsi sem ekki hefur verið sýndur áður hér á landi en það er Karl Ágúst Úlfsson sem hefur þýtt verkið og staðfært. Verkið var skrifað árið 1993 en höfundarnir tveir eru þekktari í seinni tíð fyrir að skrifa mjög fræg kvikmyndahandrit og þá sérstaklega teiknimyndahandrit, t.d. Múlan.
Um leikmynd og býninga sér Axel Hallkell Jóhannesson, lýsingu Freyr Vilhjálmsson, hljóðmynd Gunnar Sigurbjörnsson, tónlist Arnar Tryggvason og gervi Ragna Fossberg.