Leik Þórs/KA og Stjörnunnar í undanúrslitum Lengjubikars kvenna í knattspyrnu sem átti að fara fram í Boganum dag kl. 17:15, var frestað um sólahring.
Ástæðan er að Stjörnukonur komust ekki norður með flugi vegna veðurs, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Þórs. Liðin munu því mætast kl. 17:15 á morgun, föstudag, í Boganum.