Leghálsskimanir felldar niður á Akureyri

Leghálsskimanir eru á vegum HSN en fara fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.
Leghálsskimanir eru á vegum HSN en fara fram á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Mynd/Þorgeir Baldursson.

Búið er að fella niður leghálsskimanir á Akureyri um óákveðinn tíma. Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, segir  í samtali við Vikublaðið að sú aðstaða sem stofnun hafi til afnota á Sjúkrahúsinu Akureyri til skimana standi ekki lengur til boða. Þetta sé bein afleiðing kórónuveirufaraldursins.

„Við erum að fara yfir stöðuna og skoða hvað við getum gert en við viljum alls ekki að þetta verði langur tími,“ segir Jón Helgi.

Allar konur á ákveðnum aldri eru boðaðar reglulega í brjóstaskoðun og leghálsskoðun vegna krabbameins. Marta Kristín Jónsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segir í samtali við Vikublaðið að þetta sé verulega slæmt.

„Þetta er sérstaklega slæmt þar sem þessar skoðanir þurftu líka að stoppa í vor vegna Covid-ástandsins. Ég bind vonir við að það verði einhver lausn fundin og hægt að komast til móts við allavega einhverjar konur. Það er rosalega mikilvægt að halda þessu gangandi,“ segir Marta.


Athugasemdir

Nýjast