Í skólastofum verður hægt að stjórna hljóði, skjávarpa, fjarfundabúnaði, ljósum og gluggatjöldum í gegnum
stjórnborð á borði kennara sem auðveldar fyrirkomulag kennslu allverulega. Tæknimenn skólans geta svo fylgst með búnaðinum og
aðstoðað notendur í gengum netkerfi skólans ef þarf.
„Háskólinn á Akureyri hefur verið leiðandi í uppbyggingu fjarnáms og spilað stórt hlutverk í að mennta fólk
óháð búsetu og öðrum aðstæðum sem geta staðið í vegi fyrir staðarnámi. Í dag er kennt til yfir 20 staða á
landinu og óhætt er að segja að þannig leggi Háskólinn á Akureyri sinn skerf til aukins jafnréttis til náms á
Íslandi," segir Brynja Harðardóttir verkefnastjóri hjá markaðs og kynningarsviði hjá Háskólanum Akureyri.
"Við hjá Sense erum afar ánægð að taka þátt í uppbyggingu Háskólans á Akureyri, þróa einfaldar lausnir og
ná fram hagræðingu í búnaði. Háskólinn á Akureyri notar fjarfundabúnað mikið við fjarkennslu og lausnin sem verður sett
upp hjá HA einfaldar mjög slíka umsjón," segir Þorvaldur Einarsson, tækni- og þróunarstjóri Sense, í fréttatilkynningu.