Landsþing Landsbjargar haldið á Akureyri

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer nú fram á Akureyri. Þingið var sett í gær í Íþróttahöllinni að viðstöddum forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Forseti Íslands er verndari félagsins en hann ávarpaði þingið og kom meðal annars inn á gildi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í íslensku samfélagi og hversu öflugt sameingartákn félagið er þegar á reynir.

Um 600 sjálfboðaliðar félagsins úr björgunarsveitum og slysavarnadeildum um land allt sitja þingið  þar sem stefna þessa stóra félags til framtíðar er mörkuð.

Meðfram þinginu keppa hópar frá björgunarsveitum um land allt í björgunarleikum og hafa margir þeirra æft stíft í vetur fyrir keppnina sem felst í að leysa margvísleg verkefni sem minna á þau sem sveitirnar takast á við í útköllum.

Hefðbundnum þingstörfum lýkur síðdegis í dag en í kvöld verður dansinn stiginn á árshátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar og dugar ekkert minna en Íþróttahöllin undir slíka samkomu.

Nýjast