Samstarfssamningar Landsbankans við þrjú íþróttafélög á Akureyri, Golfklúbb Akureyrar, Knattspyrnudeild KA og Knattspyrnudeild Þórs, voru undirritaðir nýlega í útibúi bankans við Ráðhústorg. Frá vinstri á mynd: Erla Árnadóttir, þjónustustjóri fyrirtækja Landsbankans á Akureyri, Atli Sveinn Þórarinsson fyrirliði KA, Jóhann Rúnar Sigurðsson gjaldkeri knattspyrnudeildar KA, Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, Magnús Jónsson leikmannaráði meistaraflokks Þórs, Ævarr Freyr Birgisson GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA, Aðalsteinn Pálsson formaður knattspyrnudeildar Þórs, Lárus Ingi Antonsson GA, Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði kvennaliðs Þórs/KA, Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs, Halla Sif Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, Haraldur Huginn Guðmundsson vinningshafi og Inga Ásta Karlsdóttir útibússtjóri Landsbankans á Akureyri.