Lækkar verðið á dönskum fatnaði um fimmtung

„Ég flyt inn allar vörur frá Danmörku og staðan er einfaldega sú að verðið á dönsku krónunni hefur lækkað umtalsvert frá áramótum.

Þess vegna get ég lækkað verðið á öllum fatnaði í maí um 20%,“ segir Hjörleifur Hallgríms eigandi kvenfataverslunarinnar Rikku á Glerártorgi á Akureyri. Hann segir að danska krónan hafi lækkað í verði um liðlega 10% og þess vegna sé hægt að lækka verðið.

„Konurnar sem versla hjá mér eru almennt sammála um að fatnaðurinn sé vandaður og á hagstæðu verði. Verkalýðsleiðtogar hafa kvartað undan því að verslunin í landinu hafi ekki lækkað verðið, þrátt fyrir erlend mynt hafi lækkað í verði. Þessi staðæfing talsmanna verkalýðshreyfingarinar á að minnsta kosti ekki við um mitt fyrirtæki,“ segir Hjörleifur.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast