L-listinn opnaði kosninga- skrifstofu á Glerártorgi

L-listinn, listi fólksins opnaði kosningaskrifstofu sína að Glerártorgi að viðstöddu margmenni á sumardaginn fyrsta. Alls voru það um 200 manns sem kíktu við, þáðu léttar veitingar og spjölluðu um daginn og veginn.  Við opnunina flutti Geir Kristinn Aðalsteinsson, oddviti listans, stutt erindi og bauð gesti velkomna.  

Á skrifstofunni er margt forvitnilegt að finna, eins og bása þar sem hægt er að kynna sér sögu flokksins allt frá stofnun hans árið 1998 til dagsins í dag. Einnig upplýsingar um frambjóðendur listans, merkilegar gamlar myndir frá uppbyggingu Akureyrar ásamt því að lítil skúta frá Siglingafélaginu Nökkva vakti mikla lukku við opnunina. Stefnan er að á skrifstofunni verði ávallt ýmislegt forvitnilegt að finna og hver veit nema hin ýmsu farartæki muni verða á vegi gesta og gangandi vikurnar fram að kosningum, segir í fréttatilkynningu. Kosningaskrifstofan verður opin alla virka daga frá kl. 14-18 og um helgar frá kl. 13-17.

Nýjast