Gunnar Rafn Jónsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verkvals ehf. af föður sínum Jóni Björnssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi eða í rúma þrjá áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Verkval ehf. var stofnað var á Akureyri 1987 og hefur verið í sömu eigu alla tíð síðan. Fyrirtækið hefur þróast í tímanna rás og það þjónustar nú fjölda sveitarfélaga og fyrirtækja á norðurlandi frá Sauðárkróki austur til Þórshafnar.
Áherslur fyrirtækisins í dag er rekstur öflugra dælubíla sem annast hvers kyns dæluvinnu, holræsahreinsun, rotþróahreinsun, stíflulosun og önnur sérhæfð verk svo sem tankahreinsun, skipaþjónustu, rótarskurð og lagnafræsingu.
Gunnar segist spenntur yfir nýju starfi en hann hefur starfað undanfarin ár hjá Verkval „Ég hlakka til að leiða fyrirtækið og okkar frábæra starfsfólk í átt að enn betri þjónustu við viðskiptavini okkar með virðingu fyrir umhverfinu og snyrtimennsku að leiðarljósi.
Aðspurður svarar Gunnar því hvaða áhrif Covid hefur haft á reksturinn. „ Afleidd verkefni okkar við ferðaþjónustu eru talsverð og því hefur Covid verið nokkurt högg fyrir okkur. Hins vegar erum við heppin að vera með breytt þjónustuframboð og sem betur fer er nokkuð umleikis í skólpviðgerðum, rotþróalosun stíflulosunum, myndatökum á lögnum en fólk er t.d. farið í auknu mæli að vilja mynda lagnir við kaup á húsnæði.“
Verkval þjónustar landsbyggðina en aðsetur fyrirtækisins er á Akureyri.