Kvikmyndir sem miðill á sviði

Egill Ingibergsson.
Egill Ingibergsson.

Egill Ingibergsson, leikhúsmaður, ljósahönnuður, leikmyndahönnuður og myndbandshönnuður, heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu á föstudaginn 22. febrúar kl. 14:30. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Kvikmyndir sem miðill á sviði" og er á vegum listnámsbrautar VMA í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina. Frítt inn og allir velkomnir.

Egill hefur komið að fjölbreyttri hönnun fyrir svið, ljósahönnun, leikmyndahönnun, búninga- og myndbandahönnun við helstu leikhús landsins. Hann er kennari við Listaháskóla Íslands og kennir ljósahönnun, hljóð og myndbandsnotkun.

Hann hefur hlotið markvíslega viðurkenning fyrir störf sín innan leikhúsins og fékk m.a. Grímuna fyrir ljósahönnun í Meistarinn og Margaritta sem sýnd var í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2004. Einnig var hann tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir lýsingu á leikritinu Forðist okkur, sem sýnt var í Nemendaleikhúsinu árið 2005.

 

Nýjast