Krefjast sömu launa og fyrir sunnan

Slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri í morgun. Mynd/Þröstur Ernir.
Slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri í morgun. Mynd/Þröstur Ernir.

„Fólk er óánægt með sín launakjör og við ætlum að berjast fyrir nýjum samningi,“ segir Anna Lísa Baldursdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og trúnaðarmaður á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nefnd á vegum hjúkrunarfræðinga á Akureyri mun funda á morgun, föstudag, með framkvæmdastjórn sjúkrahússins um nýjan samning. Stofnanasamningur hjúkrunarfræðinga hefur ekki verið endurskoðaður síðan árið  2006 en vinna við nýjan samning hófst í nóvember 2011.

Á þriðjudaginn í næstu viku hefur svo verið boðaður almennur félagsfundur. „Ég vona að nýr samningur liggi þá á borðinu,“ segir Anna Lísa. Hjúkrunarfræðingar á Akureyri vilja sömu launakjör og kollegar þeirra á Landspítalanum. „Ég trúi ekki öðru en yfirmenn vilji hafa ánægt starfsfólk í vinnu sem þarf ekki að keyra sig áfram á of miklu álagi. Þannig að ég er bjartsýn.“

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast