Konrad Tota hættur með kvennalið Þórs

Körfuknattleiksdeild Þórs og Konrad Tota hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórs. Konrad þjálfar einnig meistaraflokk karla og mun hann nú einbeita sér að karlaliðinu sem er í harðri baráttu í 1. deildinni.

 

Við starfi Tota hjá kvennaliðinu tekur Baldur Már Stefánsson og mun hann stýra því fram á vor hið minnsta. Ekkert hefur gengið hjá Þór það sem af er tímabili í 1. deildinni en liðið er enn án stiga eftir tíu leiki.

Nýjast