18. febrúar, 2011 - 14:55
Fréttir
Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrar í vikunni var lögð fram til kynningar rannsóknin Ungt fólk utan skóla 2009,
félagsleg staða 16-20 ára ungmenna á Íslandi sem ekki stunda nám við framhaldsskóla árið 2009. Rannsóknin sýnir m.a. að
mikilvægt er að beina sjónum að þeim hópi ungmenna sem er án atvinnu til að koma í veg fyrir að þau verði óvirkir
samfélagsþegnar.
Samfélags- og mannréttindaráð telur nauðsynlegt að brugðist verði við niðurstöðum rannsóknarinnar og komið í veg fyrir
að ungt fólk verði óvirkt í samfélaginu. Akureyrarbær ber ábyrgð á velferð ungmenna sem standa höllum fæti í
bæjarfélaginu og að unnið sé að málefnum þeirra með ábyrgð, fagmennsku og gæði að leiðarljósi til
lengri tíma.