Svokallað Kempumót verður haldið í Hlíðarfjalli laugardaginn 19. mars þar sem þeir sem náð hafa 30 ára aldrinum mega taka þátt. Gerðar verða undantekningar fyrir kempur á aldrinum 28 til 29 ára sem hættu keppni fyrir minnst tveimur árum.
Um er að ræða liðakeppni þar sem liðin standa af fjórum kempum, tveimur körlum og tveimur konum.
Dagskrána fyrir mótið má sjá hér að neðan.
Dagskrá:
Laugardagurinn 19. Mars
9:30-9:45 Brautarskoðun – karlar og konur
10:00 Start – konur byrja og svo karlar strax á eftir
11:30 Start síðari ferð – konur byrja og svo karlar strax á eftir
13:00-14:00 Lunch í tjaldi fyrir ofan skíðahótelið
14:30 Samhliðasvig – skoðun og skafa brautir
14:45 Start samhliðasvig
16:15 Áætluð mótslok