KEA mótaröðin í hestaíþróttum er stigakeppni knapa en keppt er í 5 gangtegundagreinum hestaíþrótta, fjórgangi í kvöld, tölti 24. febrúar n.k . fimmgangi 10. mars og þann 24. mars verður keppt bæði í tölti t2 og skeiði. Jafnframt verður þá verðlaunaafhending stigahæstu keppenda mótaraðarinnar í heild sinni. Keppt er um glæsileg verðlaun. Bæði peningaverðlaun sem og um glæsilegan farandsbikar, KEA bikarinn. Sigurvegari KEA mótaraðarinnar árið 2010 er Baldvin Ari Guðlaugsson sem eflaust ætlar sér að verja tiltilinn en margir munu horfa þennan glæsilega bikar vonaraugum. Aðgangseyrir á hvert mót er kr. 500.