KEA mótaröðin í hestaíþróttum hefst á Akureyri í kvöld

Í kvöld fimmtudaginn 10 febrúar hefst í Topreiter reiðhöllinni á Akureyri, KEA mótaröðin í hestaíþróttum. Mótaröðin er að hefja sitt þriðja tímabil og hefst formlega í kvöld kl 19.00 með keppni í fjórgangi. Alls eru 42 keppendur skráðir til leiks í fjórganginum og ljóst er að mikið gæðingaval mun verða í Topreiter reiðhöll Léttismanna í kvöld.

KEA mótaröðin í hestaíþróttum er stigakeppni knapa en keppt er í 5 gangtegundagreinum hestaíþrótta, fjórgangi í kvöld, tölti  24. febrúar n.k . fimmgangi 10. mars og þann 24. mars verður keppt bæði í tölti t2 og skeiði. Jafnframt verður þá verðlaunaafhending stigahæstu keppenda mótaraðarinnar í heild sinni. Keppt er um glæsileg verðlaun. Bæði peningaverðlaun sem og um glæsilegan farandsbikar, KEA bikarinn. Sigurvegari KEA mótaraðarinnar árið 2010 er Baldvin Ari Guðlaugsson sem eflaust ætlar sér að verja tiltilinn en margir munu horfa þennan glæsilega bikar vonaraugum. Aðgangseyrir á hvert mót er kr. 500.

Nýjast