23. apríl, 2011 - 11:34
Fréttir
Framkvæmdaráð samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum að óska eftir aukafjárveitingu
bæjarráðs, allt að fjórum milljónum króna, til kaupa á klippibúnaði fyrir Slökkvilið Akureyrar. Þorbjörn
Haraldsson slökkviliðsstjóri kynnti stöðu mála vegna fjármögnunar á kaupum á nýjum klippum fyrir SA, en safnast hefur um helmingur
fjárhæðar vegna kaupanna.