Katrín náði verðlaunasæti á FIS-móti í Sviss

Katrín Kristjánsdóttir, skíðakona frá SKA, náði glæsilegum árangri í FIS-móti í Sviss sl. miðvikudag er hún hafnaði í öðru sæti í svigi. Með árangrinum bætti Katrín punktastöðu sína talsvert.

 

Alls hófu 55 manns keppni og 48 kláruðu en nokkuð langt er síðan að Íslendingur náði á verðlaunapall á FIS-móti í Evrópu. Af öðrum keppendum SKA á mótinu má nefna að í karlaflokki hafnaði Sigurgeir Halldórsson í sjötta sæti og Róbert Ingi Tómasson varð tíundi.

Nýjast