Kalskemmdir líklegar á Hömrum

10 sentimetra klaki þekur tjaldsvæðið/mynd Karl Eskil
10 sentimetra klaki þekur tjaldsvæðið/mynd Karl Eskil

„Opnu svæðin í bænum virðast ekki ætla að koma vel undan vetri, þykkur klaki hefur verið lengi yfir þeim og ég óttast að grasið sé víða ónýtt. Við erum því að sjá fram á umtalsvert tjón, en á þessum tímapunkti er of snemmt að meta það í krónum og aurum. Við erum þó að tala um milljónir króna, svo mikið er víst,“ segir Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála hjá Akureyrarbæ.

„Ég hef þessa stundina mestar áhyggjur af tjaldsvæðinu á Hömrum. Klakinn þar er um 10 sentímetra þykkur. Svæðið er svo stórt, þannig að kostnaðurinn við að laga það vegna kalskemmda verður klárlega umtalsverður,“ segir Jón Birgir.

Hláka getur bjargað

Á Hömrum er eitt stærsta tjaldsvæði landsins, með um 7 hektara af tjaldgrundum. Tryggvi Marinósson framkvæmdastjóri Hamra segir útlitið ekki bjart. „Ef ekki kemur asahláka á næstu dögum er næsta víst að hérna verður kal á flestum svæðum.“

Fjallað er um þetta mál í prentútgáfu Vikudags

karleskil@vikudagur.is

Nýjast