KA sækir FH heim í bikarnum

KA býður verðugt verkefni í 8- liða úrslitum VISA- bikarkeppni karla en liðið dróst gegn Íslandsmeisturum FH á útivelli þegar dregið var í hádeginu í dag höfuðstöðvum KSÍ. Leikið verður í 8- liða úrslitum sunnudaginn 11. júlí og mánudaginn 12. júlí. Ekki er orðið ljóst hvaða leikir fara fram á hvorum degi. Liðin sem mætast í átta liða úrslitum eru eftirfarandi: 
  • Fram - Valur
  • KR - Þróttur R.
  • Víkingur Ól. - Stjarnan
  • FH - KA

Nýjast