KA og Þór í erfiðum riðli í Lengjubikarnum

KA og Þór eru í erfiðum riðli í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu sem hefst um miðjan næsta mánuð. Liðin leika í riðli 1 í A-deild ásamt Íslandsmeisturum Breiðablik, Gróttu, ÍA, Keflavík, KR og Selfoss.

Leikið er í þremur deildum, A, B og C bæði hjá konum og körlum. Í kvennaflokki leikur Þór/KA í A-deild ásamt Breiðablik, Fylki, KR, Val og Stjörnunni.

Keppni í karlaflokki hefst 19. febrúar en 13. mars í kvennaflokki.

Nýjast