Það verða KA og HK sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í blaki. Þetta varð ljóst í gær eftir 3:0 sigur HK gegn Stjörnunni í oddaleik í undanúrslitum.
Fyrsti leikur í úrslitunum fer fram næstkomandi mánudagskvöld í KA-heimilinu kl. 19:30 en vinna þarf tvo leiki til þess að verða Íslandsmeistari.