KA varð í dag Norðurlandsmeistari í knattspyrnu karla eftir 3:2 sigur gegn Þór í úrslitaleik Soccerademótsins í Boganum í dag. Davíð Rúnar Bjarnason var hetja KA er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Þór komst hins vegar 2:0 yfir með sjálfsmarki KA og marki frá Atla Sigurjónssyni. Ómar Friðriksson og Hallgrímur Mar Steingrímsson jöfnuðu metin fyrir KA, áður en Davíð Rúnar kláraði dæmið sem áður segir á uppbótartíma.