KA með öruggan sigur gegn Fylki í dag

KA fagnaði 83 ára afmæli sínu í dag með því að vinna 3:0 sigur gegn Fylki á Íslandsmóti karla í blaki í KA-heimilinu. KA vann allar þrjár hrinurnar, 25:17, 25:21 og 25:22. Piotr Kempisty var stigahæstur hjá KA með 19 stig og Davíð Búi Halldórsson skoraði 14 stig. Í liði Fylkis var Ivo Simeonov með 11 stig og nafni hans Bartkevics með 10 stig.

KA er áfram í toppsæti deildarinnar með 16 stig en Fylkir er á botninum með 10 stig.

Nýjast