KA mætir Þrótti R. í undanúrslitum Bridgestonebikarins í blaki í karlaflokki en dregið var í undanúrslit í bæði karla-og kvennaflokki í dag í höfuðstöðvum BLÍ.
Karlalið KA hefur titil að verja sem ríkjandi bikarmeistari. Í hinum undanúrslitaleiknum í karlaflokki mætast HK og Stjarnan. Í kvennaflokki dróst KA á móti Þrótti N. og HK mætir Ými.
Undanúrslitin fara fram þann 19.mars í Laugardalshöllinni en úrslitaleikirnir degi síðar.