07. febrúar, 2011 - 08:25
Fréttir
KA er öruggt með sæti í úrslitaleiknum á Norðurlandsmótinu (Soccerademótinu) í knattspyrnu karla eftir 4:1 sigur gegn Magna í
gær í Boganum. Með sigrinum tryggði KA sér sigurinn í B-riðli og mætir annaðhvort Þór eða KA2 í úrslitaleiknum en
liðin eigast við í kvöld í lokaleik A-riðils.Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði tvennu fyrir KA gegn Magna og
þeir Orri Gústafsson og Jón Heiðar Magnússon sitt markið hver.
Önnur úrslit um helgina urðu þau að Dalvík/Reynir vann KF 2:0 í A-riðli með mörkum frá Snorra Eldjárn Haukssyni og
Gunnari Má Magnússyni.
Tindastóll hafði svo betur gegn Þór2 í B-riðli, 3:2, þar sem Árni Arnarsson, Óskar Snær Vignisson og Arnar Skúli Atlason
skoruðu mörk Tindastóls en Ingóldur Árnason og Alexander Már Hallgrímsson skoruðu mörk Þórs