KA í úrslit eftir sigur gegn Þrótti

KA er komið í úrslit á Íslandsmóti karla í blaki eftir 3:0 sigur gegn Þrótti Reykjavík á útivelli í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum. KA vann einvígið 2:0 og í hrinum talið 6:2. KA vann hrinurnar í kvöld með tölunum 25:19, 25:15 og 26:24. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 17 stig og Till Wohlrab skoraði 12 stig. Fyrir Þrótt var Fannar Grétarsson stigahæstur með 10 stig.

KA mætir annað hvort HK eða Stjörnunni í úrslitum en Stjarnan tryggði sér oddaleik með sigri gegn HK í kvöld.

Nýjast