KA leikur til úrslita í Bridgestonebikarkeppni karla í blaki eftir 3:1 sigur gegn Þrótti R. í undanúrslitum í dag í Laugardalshöllinni. KA mætir annaðhvort HK eða Stjörnunni í úrslitum en leikur þeirra stendur nú yfir. Í kvennaflokki tapaði KA gegn Þrótti N. í undanúrslitum en Þróttur og HK leika til úrslita í kvennaflokki.
Úrslitaleikirnir fara fram á morgun og hefst kvennaleikurinn kl. 13:30 en karlaleikurinn kl. 15:00.
Þetta kom fram á RÚV.