KA ekki í vandræðum með Stjörnuna

KA átti ekki í vandræðum með Stjörnuna er liðin mættust á MIKASA- deild karla í blaki sl. laugardag, þar sem norðanmenn unnu örugglega 3:0 með tölunum 25:21, 25:16 og 26:24.

Piotr Kempisty var stigahæstur hjá KA með 24 stig en Davíð Búi Halldórsson skoraði 11 stig. Fyrir Stjörnuna var það Róbert Hlöðversson sem var stigahæstur með 11 stig en Emil Gunnarsson skoraði sjö stig.

KA trónir á toppnum með 20 stig en Stjarnan hefur 16 stig í öðru sæti og á leik til góða.

Nýjast