KA deildarmeistari í blaki

KA er deildarmeistari í Mikasa-deild karla í blaki eftir 3:0 sigur gegn HK í Digranesi í dag í lokaumferð deildarinnar. Um hreinan úrslitaleik var að ræða þar sem liðin voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leikinn í dag. KA vann fyrstu tvær hrinurnar örugglega, 25:17 og 25:12, og þá þriðju 25:21. Þar með eru KA-menn búnir að verja tvo af þremur titlum sem liðið er handhafandi af en liðið varð sem kunnugt er bikarmeistari á dögunum.

Piotr Kempisty skoraði 16 stig fyrir KA í dag og Till Wohlrab kom næstur með 13 stig.

Í kvennaflokki tryggði Þróttur N. sér deildarmeistaratitilinn fyrr í dag með sigri gegn HK, 3:2, í lokaumferðinni. KA lagði Stjörnuna 3:0 að velli og endar í fjórða sæti deildarinnar.

Nýjast