KA bikarmeistari í blaki

KA er bikarmeistari karla í blaki eftir öruggan 3:0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitum í Laugardalshöllinni í dag. KA byrjaði af krafti og vann fyrstu tvær hrinurnar sannfærandi, 25:13 og 25:12. Stjarnan veitti smá mótspyrnu í þriðju hrinu sem KA vann 25:20 og titillinn í höfn. Þar með tókst KA að verja titilinn frá því í fyrra og á liðið því enn möguleika á að vinna þrennuna líkt og í fyrra. Í kvennaflokki sigraði Þróttur Neskaupsstað lið HK í úrslitum, 3:2.

Nýjast