KA komst í kvöld áfram í 8- liða úrslit VISA- bikarkeppni karla í knattspyrnu, er liðið sigraði Grindavík á
Grindavíkurvelli í 16- liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni og bráðabana. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. David Disztl kom KA yfir
úr vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik en Grétar Hjartarsson jafnaði metin fyrir Grindvíkinga í síðari hálfleik og
staðan jöfn eftir venjulegan leiktíma. Ekkert mark var skoraði í framlengingunni og því var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem KA
hafði betur og tryggði sér sæti í 8- liða úrslitum keppninnar.
Gengið verður til samninga við lægstbjóðenda, Finn ehf í gerð tveggja stíga á Akureyri, Hamrastígs og Kirkjugarðsstígs, en fyrirtækið átti lægsta boð í bæði verkin.
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra skora á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn eða félagi, sem hefur það að markmiði að alþjóðaflugvöllurinn sé byggður upp og kynntur sem ein af gáttum Íslands
Atvinnuveganefnd Alþingis hefur verið upplýst um grafalvarlega stöðu í rekstri PCC Bakka við Húsavík, þar sem stefnt gæti í rekstrarstöðvun undir lok sumars ef ekki tekst að snúa vörn í sókn.
Sýningar Heimis Hlöðverssonar, Samlífi, og Þóru Sigurðardóttur,Tími – Rými – Efni, verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag 17. maí kl. 15. Á opnunardegi verður leiðsögn með Heimi kl. 15.45.
Orkey hefur fengið alþjóðlega kolefnis- og sjálfbærnivottun, ISCC EU, á lífdísilframleiðslu sína á Akureyri fyrst fyrirtækja sem framleiða lífeldsneyti hérlendis.
Það var ánægjulegt að sækja fund hjá Félagi eldri borgara á Akureyri (EBAK) síðastliðinn föstudag. Rétt rúmlega hundrað manns mættu – áhugasamir, upplýstir og málefnalegir. Þar skapaðist gott samtal um þau mál sem brenna mest á eldra fólki í dag. Ábendingar komu víða að og spurningarnar voru margar og skýrar. Það var sérstaklega áberandi að umræðan snerist ítrekað að sömu kjarnamálunum: skerðingum, lífeyrissjóðum en einnig að heilbrigðisþjónustu.