Jötnar lágu á heimavelli gegn SR

SR fékk smá líflínu í baráttunni við SA Víkinga um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni á Íslandsmóti karla í íshokkí, er liðið lagði SA Jötna, 6:2, í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. SR er nú tveimur stigum á eftir Víkingum, en Víkingar eiga tvo leiki eftir en SR einn. Vonin er hins vegar veik fyrir sunnlendingana þar sem afar ólíklegt er að Víkingar tapi báðum sínum leikjum.

Gunnar Hrafn Jónsson og Sigurður Reynisson skoruðu mörk SA Jötna í leiknum. Fyrir SR skoraði Gauti Þormóðsson þrennu og þeir Pétur Macck, Arnþór Bjarnason, Kári Valsson sitt markið hver.

Nýjast