Jónatan áfram með KA/Þór

Haddur og Jónatan handsala nýjan samning. Mynd/ka.is
Haddur og Jónatan handsala nýjan samning. Mynd/ka.is

Jónatan Magnússon skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning um þjálfun meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jónatan þjálfaði liðið á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en tapaði þar gegn Selfossi.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið enda býr Jonni yfir gríðarlegri reynslu sem bæði leikmaður og þjálfari en hann er einnig aðstoðarþjálfari hjá kvennalandsliðinu og bindum við miklar vonir við hann næstu tvö árin,“ segir á heimasíðu KA.

 


Nýjast