Jólin með rólegasta móti á Akureyri

Jólin hafa verið róleg hjá lögreglunni á Akureyri og allt farið vel fram. Þó nokkur erill var í miðbæ Akureyrar í gærkvöld og í nótt og mikill fjöldi samankominn á skemmtistöðum bæjarins, eins og venja er á annan dag jóla. Að sögn varðstjóra lögreglunnar fór þó allt vel fram, líkt og aðra daga yfir þessa fyrstu hátíðisdaga.

„Það hefur ekkert sérstakt borið upp á borð til okkar hingað til og þetta hefur verið allt hið rólegasta og allt gengið ljómandi vel,” segir varðstjóri hjá lögreglunni.

Nýjast